43. fundur
fjárlaganefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 16. mars 2023 kl. 13:05


Mætt:

Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 13:05
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 13:05
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 13:05
Jóhann Páll Jóhannsson (JPJ), kl. 13:05
Orri Páll Jóhannsson (OPJ) fyrir Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur (BjG), kl. 13:05
Sigurjón Þórðarson (SigurjÞ), kl. 13:05
Stefán Vagn Stefánsson (SVS), kl. 13:09
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 13:06
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 13:05

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Kirkjujarðasamkomulagið Kl. 13:05
Haraldur Benediktsson tók við fundarstjórn í fjarveru formanns. Björn Leví Gunnarsson kynnti niðurstöður úr vinnu undirhóps fjárlaganefndar sem fjallaði um kirkjujarðasamkomulagið. Samþykkt var að senda Ríkisendurskoðun, dómsmála, - og fjármála- og efnahagsráðuneytinu tilteknar spurningar um málið.

2) Samgöngusáttmálinn - endurskoðun Kl. 13:12
Til fundarins komu Ólafur Hjörleifsson og Árni Freyr Stefánsson frá innviðaráðuneytinu, Jón Gunnar Vilhelmsson og Guðmundur Axel Hansen frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þeir kynntu samgöngusáttmálann og þær forsendur og breytingar áætlana sem gerðar hafa verið frá árinu 2019. Síðan svöruðu þeir spurningum nefndarmanna.

3) Eftirlit með framkvæmd fjárlaga 2023 Kl. 14:49
Umræðu um dagskrárliðinn var frestað.

4) Önnur mál Kl. 14:50
Fleira var ekki gert.

5) Fundargerð Kl. 14:51
Fundargerð 42. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 14:52